Það verður að teljast góður árangur að ná að ýta sjálfum Leðurblökumanninum af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en það er einmitt það sem íslensku gamanmyndinni Allra síðustu veiðiferðinni tókst um síðustu helgi. Nærri fjögur þúsund manns komu í bíó að sjá myndina, en til samanburðar komu rúmlega 3.300 manns að sjá Batman, sem hefur nú verið sýnd í þrjár vikur hér á landi og heildaraðgangseyrir kominn í rúmar 48 milljónir króna.
Hin nýja myndin sem frumsýnd var um síðustu helgi, teiknimyndin Þrjótarnir, fékk einnig góðar viðtökur hjá bíógestum sem skilaði henni í þriðja sæti listans. Rúmlega þrjú þúsund mans sáu Þrjótana um helgina.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: