Viltu vinna miða á A Good Day to Die Hard?

Á morgun frumsýnir Sena nýju Die Hard myndina, A Good Day to Die Hard með þeim Bruce Willis og Jai Courtney í hlutverkum hörkutólanna og feðganna John McClane og Jack McClane.

Við hér á kvikmyndir.is ætlum að gefa fjóra miða fyrir tvo á myndina en til þess að eiga möguleika á að vinna miða þarftu að segja okkur þrennt:

1. Hvert er uppáhalds illmennið þitt úr Die Hard seríunni.

2. Hvað dóu margir í fyrstu Die Hard myndinni

3. Hver er uppáhalds Bruce Willis myndin þín

Vinsamlegast notaðu kommentakerfið hér undir þessari frétt. Við drögum svo út heppna miðaeigendur á miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 13. febrúar, birtum nöfnin á hér á kvikmyndir.is og á facebook síðu okkar og biðjum viðkomandi síðan um að senda okkur heimilisfang í FB pósti svo við getum póstlagt miðana til þeirra strax í fyrramálið.