Viltu láta þér bregða? Sjáðu nýtt atriði úr Sinister 2

Hrollvekjan Sinister eftir Scott Derrickson sló í gegn árið 2012 en hún fjallaði um glæpasagnahöfund og föður, sem Ethan Hawke lék, kassa fullan af blóðslettu-drápsmyndum, og yfirnáttúrulega veru sem kallaðist Bughuul.

sinister-2Derrickson og meðhöfundur hans, C. Robert Cargill, ákváðu að breyta aðeins til fyrir framhaldsmyndina Sinister 2, sem leikstýrt er af Ciarán Foy (Citadel) og er með þeim Shannyn Sossamon og  James Ransome úr fyrri myndinni í aðalhlutverkum.

„Ég vissi að við yrðum að hafa Bughuul og drápsmyndirnar með í pakkanum,“ sagði Derrickson í samtali við Entertainment Weekly, sem mun næst leikstýra Benedict Cumberbatch í Marvel ofurhetjumyndinni Doctor Strange.  „En ég vildi ekki skrifa sömu myndina aftur. Stór hluti af því var að skapa eitthvað nýtt, og ég endaði á börnunum, að sjá hlutina meira með þeirra augum.“

Horfðu á bút úr myndinni hér fyrir neðan – hann mun senda kaldan hroll niður bakið á þér!