Risaeðlumyndin Júragarðurinn 4, eða Jurassic Park eins og hún heitir á frummálinu, verður frumsýnd eftir rúmlega eitt ár. Fyrir þá sem eiga erfitt með að bíða eftir að sjá risaeðlurnar vakna til lífsins á nýjan leik, geta nú keypt sér búrið sem notað var til að hemja risaskepnurnar í upprunalegu Jurassic Park myndinni frá árinu 1993.
Aðili sem hefur boðið búrið til sölu á ebay uppboðsvefnum segir að um sér að ræða hið upprunalega búr sem notað var sem leikmunur í myndinni og sé nú orðið meira en 20 ára gamalt. Það sé orðin dálítið illa farið, ryðgað og málning farin að losna o.s.frv.
Um 150 manns hafa boðið í búrið en síðasta boð hljóðaði upp á 100 þúsund Bandaríkjadali, og enn eru átta dagar eftir af uppboðinu.
Það má segja með sanni að búrið er kannski ekki eins töff munur og til dæmis jeppi úr myndinni, eða tölvustýrð risaeðla, en þó má klárlega leika sér með þetta og endurgera einhverja senu úr myndinni þar sem búrið kemur við sögu.