Vilja hæfileika Rapace – Fyrsta stikla úr Unlocked

„Við þurfum manneskju með þína hæfileika. Við þörfnust þín aftur í fremstu víglínu.“ Fyrsta opinbera stiklan fyrir CIA spennutryllinn Unlocked er komin út, en myndin er eftir enska leikstjórann Michael Apted.

Í myndinni fer sænska leikkonan Noomi Rapace með hlutverk CIA leyniþjónustumanns sem dregst inn í mál þar sem yfirvofandi er efnavopnaárás á London.

Ásamt Rapace leikur Orlando Bloom MI5 leyniþjónustumann sem leggur hönd á plóg.

Aðrir helstu leikarar eru  Michael Douglas, Toni Collette, Akshay Kumar og John Malkovich.

Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá er von á þéttri spennu, og áhugaverðri njósnafléttu.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan, og plakatið þar fyrir neðan: