Dystópían Civil War er dýrasta kvikmynd sjálfstæða framleiðslufyrirtækisins A24 til þessa með 50 milljóna Bandaríkjadala kostnaðaráætlun.
Myndin er eftir hinn Óskarstilnefnda Alex Garland og sýnir okkur Bandaríkin í borgarastríði, sem er ákveðin áminning um hvað gæti gerst í landinu ef allt færi á versta veg.
Garland hefur lýst því yfir að myndin sé hans síðasta sem leikstjóri en hann hefur gert myndir eins og 28 Days Later og Ex Machina áður. Hann hyggst þó halda áfram að skrifa handrit.
Gamalreyndur ljósmyndari
Í Civil War fylgjumst við með Lee, sem Kirsten Dunst leikur, gamalreyndum stríðsfréttaljósmyndara sem fer fyrir hópi fréttamanna í gegnum átakasvæði áleiðis að Hvíta húsinu þar sem markmiðið er að taka viðtal við aðþrengdan forseta Bandaríkjanna.
Myndin er oft átakanleg og sláandi og grimmd stríðsátaka yfir og allt um kring.
„Það er eitthvað í myndinni þar sem við erum að reyna að vernda blaðamenn,“ segir Garland í samtali við The Guardian.
Nokkrir blaðamenn ferðast saman í bíl til Washingtonborgar í nálægri framtíð þegar borgarastyrjöld geisar í Bandaríkjunum. Þeir vilja ná viðtali við forsetann sem er orðinn aðþrengdur í Hvíta húsinu, enda mun uppreisnarherinn ná til höfuðborgarinnar á hverri stundu. ...
Faðir leikstjórans var skopmyndateiknari hjá dagblaði og það má glöggt sjá í myndinni djúpa virðingu fyrir fréttariturum eins og þeim sem Garland umgekkst í Lundúnum í uppvextinum. „Ég held að það þurfi að vernda alvöru blaðamennsku, því hún er í vörn, þannig að ég vildi gera þetta fólk að hetjum, að setja það í forgrunn,“ segir Garland að lokum.