Versta kvikmyndin valin í febrúar

Fimm rándýrar Hollywood myndir keppa um titilinn Versta mynd ársins 2015 á 36. árlegu Razzie verðlaunahátíðinni í febrúar nk.,  en tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í dag.

razzie

Á meðal mynda sem tilnefndar eru sem versta mynd eru Fifty Shades of Grey ( sem er sú vonda mynd sem naut mestrar velgengni á síðasta ári ), Fantastic Four ( sem floppaði bæði hjá gagnrýnendum og bíógestum ), Jupiter Ascending ( síðasta vísindaskáldsöguslysið frá Wachowski systkinum ), Paul Blart: Mall Cop 2 ( sló í gegn þrátt fyrir 95% neikvæða umsögn á Rotten Tomatoes gagnrýnendavefnum ) og síðast en ekki síst Adam Sandler myndin Pixels.

Í flokki verstu leikara eru engir aukvisar, en á meðal tilnefndra eru stórstjörnur eins og Johnny Depp, Channing Tatum og Kaley Cuoco-Sweeting, Óskarsverðlaunahafarnir Gwyneth Paltrow, Eddie Redmayne og Julianne Moore, og góðkunningjar Razzie,  Adam Sandler, Jennifer Lopez og Katherine Heigl.

Sigurvegarar verða tilkynntir laugardaginn 27. febrúar nk., daginn fyrir úthlutun Óskarsverðlaunanna.

Sjáðu tilnefningarnar hér fyrir neðan:

Versta mynd

Fantastic Four

Fifty Shades of Grey

Jupiter Ascending

Paul Blart: Mall Cop 2

Pixels

Versti leikari

Johnny Depp, Mortdecai

Jamie Dornan, Fifty Shades of Grey

Kevin James, Paul Blart: Mall Cop 2

Adam Sandler, The Cobbler og Pixels

Channing Tatum, Jupiter Ascending

Versta leikkona

Katherine Heigl, Home Sweet Hell

Dakota Johnson, Fifty Shades of Grey

Mila Kunis, Jupiter Ascending

Jennifer Lopez, The Boy Next Door

Gwyneth Paltrow, Mortdecai

Versti meðleikari

Chevy Chase, Hot Tub Time Machine 2 og Vacation

Josh Gad, Pixels og The Wedding Ringer

Kevin James, Pixels

Jason Lee, Alvin and The Chipmunks: The Road Chip

Eddie Redmayne, Jupiter Ascending

Versta meðleikkona

Kaley Cuoco-Sweeting, Alvin and The Chipmunks: The Road Chip og The Wedding Ringer

Rooney Mara, Pan

Michelle Monaghan, Pixels

Julianne Moore, Seventh Son

Amanda Seyfried, Love the Coopers og Pan

Versta endurgerð/framhaldsmynd

Alvin and The Chipmunks: The Road Chip

Fantastic Four Hot

Tub Time Machine 2

The Human Centipede Part 3 (Final Sequence)

Paul Blart: Mall Cop 2

Versta par í kvikmynd

Öll fjögur í Fantastic Four

Johnny Depp og álímda yfirvararskeggið, Mortdecai

Jamie Dornan og Dakota Johnson, Fifty Shades of Grey

Kevin James og annað hvort talandinn hans eða álímda yfirvararskeggið, Paul Blart: Mall Cop 2

Adam Sandler og hvaða skópar sem er, The Cobbler

Versti leikstjóri

Andy Fickman, Paul Blart: Mall Cop 2

Tom Six, The Human Centipede Part 3 (Final Sequence)

Sam Taylor-Johnson, Fifty Shades of Grey

Josh Trank, Fantastic Four

Andy Wachowski and Lana Wachowski, Jupiter Ascending

Versta handrit

Fantastic Four

Fifty Shades of Grey

Jupiter Ascending

Paul Blart: Mall Cop 2

Pixels