Farelly-bræðurnir hafa átt í erfiðleikum með að festa niður leikara fyrir mynd sína um Bakkabræðurna. Á tímabili áttu þeir Sean Penn, Benicio Del Toro og Jim Carrey að fara með hlutverk aulabárðanna þriggja en hættu allir við, en fregnir herma að Johnny Knoxville sé í þann mund að taka myndina að sér.
Knoxville, sem flestir þekkja sem einn asnakjálkanna úr Jackass-genginu, vann með Farelly-bræðrunum við myndina The Ringer frá árinu 2005, og þótti samstarfið frábært. Skrifi Knoxville undir samninginn verði hrint af stað allsherjar leit að tveimur leikurum sem geta túlkað hina Bakkabræðurna, en samkvæmt Farelly-bræðrunum verður myndinni skipti í þrjá ‘þætti’.
Nýjasta mynd þeirra Farrelly drengja er Hall Pass, en hún er í sýningu í kvikmyndahúsum hérlendis.
– Bjarki Dagur