Verður Jackman Van Helsing?

Leikarinn skemmtilegi, Hugh Jackman, á nú í samningaviðræðum við Universal kvikmyndaverið um að taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Van Helsing. Verður hún byggð á persónu Van Helsing úr Drakúla, en hann var vampíruveiðari af guðs náð. Hugmyndin er sú að í þetta sinn berjist hann ekki aðeins við Drakúla, heldur einnig Varúlfinn og Frankenstein, og hver önnur þau skrímsli sem hrjáðu Evrópu á ofanverðri 19. öld. Ef myndin verður vinsæl, er þetta hugsað sem efni í fleiri myndir.