Writers Guild of America sögðu í bréfi við meðlimi samtakana í nótt að samningar hefðu náðst við helstu stúdíóin og funda ætti um málið í dag í New York og Los Angeles. Líklegast verður kosið um niðurstöðu málsins á morgun, en mjög líklegt er að samningarnir nái í gegn. Því lítur allt út fyrir að handritshöfundar snúi aftur til starfa strax á mánudaginn, en þetta þýðir lok verkfalls sem hefur verið í gangi í 3 mánuði, eða frá byrjun nóvembers.
„Við teljum að ef við myndum halda verkfallinu áfram núna myndum við ekki ná okkar kröfum fram. Því viljum við setjast niður og skoða samninga, og kjósum um niðurstöðu á morgun.“ sagði í yfirlýsingunni.
Samningurinn segir ýmsa hluti, en helstu staðreyndirnar eru þessar:
– Á niðurhöluðu efni munu handritshöfundar fá 36% af verðinu fyrir fyrstu 100.000 niðurhölin á sjónvarpsþáttum og fyrstu 50.000 niðurhölin á kvikmyndum. Eftir þetta hækkar talan í 70% á sjónvarpsþáttum og 65% á kvikmyndum.
– Samningurinn skilgreinir nákvæmlega hvað „promotional use“ er, þ.e. það má nota kynningarefni fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni eða annað efni svo lengi sem það kemur fram í kynningunni leiðbeiningar til að kaupa eða leigja efnið.
– Framleiðendur munu tala við þá sem keyra kvikmynd eða þátt áfram varðandi auglýsingar sem eiga að eiga sér stað í þáttum/kvikmyndum.
Margt fleira kemur fram í samningnum, en til þess að nálgast hann getiði kíkt hér

