Var Kurt Cobain myrtur?

Kurt Cobain, söngvari og forsprakki Nirvana, svipti sig lífi (eða var myrtur) fyrir rétt rúmum 20 árum síðan. Ekki eru allir sammála um það hvernig Cobain dó, sumir telja að hann hafi framið sjálfsmorð en aðrir telja að hann hafi verið myrtur og telja jafnvel að Courney Love, þáverandi eiginkona hans, hafi verið viðriðin morðið.

cobain

Frá þessu segir í nýrri kvikmynd sem ber heitið Soaked in Bleach og er byggð á sönnungargögnum og vitnisburðum þeirra sem unnu í máli sem fjallaði um dauða hans á sínum tíma. Fysta stiklan úr myndinni var sýnd í dag og segir hún frá einkaspæjaranum Tom Grant sem var ráðinn af Courtney Love til þess að finna út sannleikann á bak við dauða eiginmanns hennar.

Það er óþarfi að reifa tónlistarlega sögu Cobains sérstaklega. Í stuttu máli var hann driffjöður Nirvana, áhrifaríkustu rokksveitar síðustu tuttugu ára. Þúsundir ungmenna hafa stungið gítar í magnara vegna Nirvana og áhrif hennar eru afar sterk enn þann daginn í dag. Þegar önnur breiðskífa sveitarinnar, Nevermind, kom út í september 1991 breyttust forsendur rokktónlistar varanlega. Pönk og nýbylgja var allt í einu málið hjá almenningi og gætir þessa enn þann dag í dag.