Raunveruleikinn blandaðist inn í tökur nýju Batman myndarinnar, The Batman, á fleiri en einn hátt. Leikstjóri myndarinnar, Matt Reeves, 55 ára, segir frá því í samtali við breska blaðið The Telegraph að hann hafi ráðlagt Robert Pattinson, sem leikur Leðurblökumanninn í myndinni, að horfa til bresku konungsfjölskyldunnar hvað innblástur varðaði. Reeves var hrifinn af hugmyndinni um að Bruce finnist hlutverk sitt í samfélaginu, sem afkomandi einnar af elstu fjölskyldum Gotham borgar, vera „byrði“.
Gallaður og misheppnaður
Og eins og segir í blaðinu megi svo sannarlega sjá það á Bruce þegar við sjáum hann fyrst í myndinni að hann er með margt sem minnir á Harry prins, sem er sonur Karls Bretaprins, í fasi sínu, prins sem hefur hörfað úr embætti og afneitað öllum konunglegum skyldum. Reeves sagði við Pattinson að Wayne ætti frekar en að vera glaumgosi að vera líkt og auðugur maður en gallaður og misheppnaður.“
„Ég var að lýsa þessu fyrir Rob eins og eitthvað hræðilegt hefði gerst í fjölskyldunni áður fyrr [foreldrar Bruce Wayne (Batman) voru myrtir þegar hann var ungur drengur] og nú þyrfti hann að burðast með þær tilfinningar, og allir vissu þetta og fylgdust með honum, og ég taldi að Rob gæti sökkt sér ofaní þær kenndir og dregið lærdóm af.“
Heimurinn verri en Gotham
Annað sem minnir á raunveruleikann í myndinni er eitt atriði sem líkist árásinni á þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum 6. janúar árið 2021, af stuðningsmönnum Donalds Trumps forseta. Reeves segir: „Mín fyrsta hugsun var, þýðir þetta að heimurinn sé orðinn verri staður en Gotham borg?“