Edward Cullen og Bella Swan láta ekkert stöðva sig í miðasölunni í bandaríkjunum, ekki einu sinni The Muppets, Arthur Christmas eða Scorsese-myndina Hugo, sem allar eiga það sameiginlegt að vera fjölskyldumyndir sem eru sagðar hafa hitt beint í mark hjá flestum gagnrýnendum.
Á 10 dögum er Breaking Dawn: Part 1 búinn að sópa til sín rúmlega $220 milljónum og græddi hún hátt í $43 milljónir bara nú um helgina. The Muppets gekk aðeins verr heldur en búist var við ($42 milljónir með miðvikudeginum, annars $29 um helgina) en verður enga stund að græða framleiðslufjármagn sitt tilbaka. Hugo tók ekki inn nema í kringum $15 milljónir og Arthur Christmas bombaði talsvert með litlar $12 (og náði þ.a.l. ekki einu sinni að toppa Happy Feet 2)
Á Íslandi hélt vampírumyndin efsta sætinu, en miðað við Smáís tölur helgarinnar fóru afskaplega fáir í bíó. Breaking Dawn er næstum því komin upp í 10 þúsund manna aðsókn og fóru cirka 2 þúsund manns á hana núna um helgina. Í öðru sæti lenti Happy Feet 2 með aðeins færri fjölda. Adam Sandler-gullið Jack and Jill fauk í þriðja sætið en tók varla inn meira en 1500 manna aðsókn (sem er samt miklu meira heldur en myndin á skilið). Einnig voru frumsýndar myndirnar Seeking Justice með Nicolas Cage og Tropa De Elite 2. Hvorugar fengu aðdáunarverða aðsókn, eins og sumir gátu kannski giskað.
Í næstu viku verða myndirnar Blitz, Arthur Christmas og A Good Old Fashioned Orgy frumsýndar.