Svo virðist sem kvikmyndaleikkonan Tessa Thompson hafi nú óvænt staðfest að hún muni birtast á ný á hvíta tjaldinu í hlutverki ofurhetjunnar Valkyrie, eða Valkyrjunnar, í næstu Avengers kvikmynd, Avengers: Endgame, en Valkyrie sáum við síðast í Marvel kvikmyndinni Thor: Ragnarok. Tessa lék ekki í Avengers: Infinity War, og hafa menn velt fyrir sér örlögum Valkyrie alla tíð síðan.
Tessa, 35 ára, tísti í gær laugardag og sagði þar að hún ætlaði meðvitað að ræða við fleiri konur og fólk með ólíkan litarhátt, þegar hún færi í kynningarferðalög til að kynna þær kvikmyndir sem hún mun birtast í á þessu ári, en næsta mynd hennar er Men In Black: International.
Tessa tísti: „Ég hef sett mér það markmið að tala við tvöfalt fleiri konur og blaðamenn af mismunandi litarhætti ( e. POC journalists ) þegar ég kynni myndirnar mínar í ár ( ein verður frumsýnd í apríl og hin í júní ) TimesUpx2.“ Með skammstöfuninni í lokin vísar hún til umræðu um kynferðisofbeldi í Hollywood og jafnfréttisbaráttunnar.
Men in Black: International verður frumsýnd 14. júní, en Thomson gefur ekki upp hver hin myndin er, sem verður frumsýnd í apríl. En auðvitað vita allir að Avengers: Endgame verður frumsýnd 26. apríl, og því er nokkuð víst að Thompson eigi við þá mynd. Annað sem rennir stoðum undir það er að Tessa sást koma til Atlanta á meðan á tökum Avengers: Endgame stóð sl. haust, og sást þar á vappinu með Thor leikaranum Chris Hemsworth.
I also committed to Doubling the number of women and POC journalist covering the films I have coming out this year. (One in April and in June). TimesUpx2 https://t.co/WFFSXSwuhB
— Tessa Thompson (@TessaThompson_x) January 26, 2019