Valinn besti leikari í aðal- og aukahlutverki

hrossKvikmyndin Málmhaus hlaut átta verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem fór fram með pompi og prakt í Hörpu í gærkvöldi. Næst á eftir kom Hross í oss með sex verðlaun og tók myndin stærstu verðlaun kvöldsins, þar á meðal kvikmynd ársins og fyrir bestu leikstjórn.

Ingvar E. Sigurðsson hlaut tvenn verðlaun. Hann var valinn besti leikari í aðalhlutverki í Hross í oss og besti leikari ársins í aukahlutverki í Málmhaus. Ingvar sá sér ekki fært um að taka á móti verðlaununum því hann er við tökur á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest.

Þegar það kom að leikkonum kvöldsins þá báru þær Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir sigur úr bítum, en þær léku mæðgur í kvikmyndinni Málmhaus.

Það kom engum á óvart að stuttmyndin Hvalfjörður skyldi fá verðlaun fyrir sinn flokk og var m.a. leikstjóri og aðalleikari myndarinnar tilnefndir.

Eftirtalin verk og einstaklingar voru tilnefnd. Verðlaunahafar eru feitletraðir.

Barna- og unglingaefni

Ávaxtakarfan
Stundin okkar
Vasaljós

Brellur

Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson – Málmhaus
Jörundur Rafn Arnarson – Hross í oss
Jörundur Rafn Arnarson – Ófeigur gengur aftur

Búningar

Arndís Ey Eiríksdóttir– Sönn íslensk sakamál
Helga Rós V. Hannam – Fólkið í Blokkinni
Helga Rós V. Hannam – Málmhaus

Frétta- eða viðtalsþáttur

Auðæfi hafsins
Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni
Kastljós
Málið
Tossarnir

Gervi

Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Gunnhildur Erlingsdóttir – Hross í oss
Steinunn Þórðardóttir – Málmhaus
Svanhvít Valgeirsdóttir – Ávaxtakarfan

Handrit

Benedikt Erlingsson – Hross í oss
Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Konráð Pálmason – Orðbragð
Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson – XL
Jón Atli Jónasson – Falskur fugl
Ragnar Bragason – Málmhaus

Heimildarmynd

Aska
Ég gafst ekki upp
Fit Hostel
Hvellur
Strigi og flauel

Hljóð

Birgir Tryggvason og Sindri Þór Kárason – Ófeigur gengur aftur
Bogi Reynisson og Pétur Einarsson – XL
Friðrik Sturluson og Stúdíó Sýrland – Hulli
Huldar Freyr Arnarson – Málmhaus
Friðrik Sturluson, Páll S. Guðmundsson og Stúdíó Sýrland – Hross í oss

Klipping

Davíð Alexander Corno – Hross í oss
Guðni Hilmar Halldórsson – Fiskar á þurru landi
Stefanía Thors, Marteinn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Valdís Óskarsdóttir – XL
Sævar Guðmundsson – Sönn íslensk sakamál
Valdís Óskarsdóttir – Málmhaus

Kvikmynd

Hross í oss
Málmhaus
XL

Kvikmyndataka

Ágúst Jakobsson – Málmhaus
Bergsteinn Björgúlfsson – Hross í oss
Bergsteinn Björgúlfsson – XL
Christoph Cico Nicolaisen – Falskur fugl
Gunnar Auðunn Jóhannsson – Hvalfjörður

Leikari í aðalhlutverki

Ágúst Örn Wigum – Hvalfjörður
Ingvar E. Sigurðsson – Hross í oss
Kjartan Guðjónsson – Ástríður 2
Ólafur Darri Ólafsson – XL
Styr Júlíusson – Falskur fugl

Leikari í aukahlutverki

Björn Hlynur Haraldsson – Ástríður 2
Hannes Óli Ágústsson – Málmhaus
Ingvar E. Sigurðsson – Málmhaus
Steinn Ármann Magnússon – Hross í oss
Sveinn Ólafur Gunnarsson – Málmhaus

Leikið sjónvarpssefni

Ástríður 2
Fiskar á þurru landi
Hulli

Leikkona í aðalhlutverki

Charlotte Böving – Hross í oss
Ilmur Kristjánsdóttir – Ástríður 2
María Birta Bjarnadóttir – XL
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Fiskar á þurru landi
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir – Málmhaus

Leikkona í aukahlutverki

Halldóra Geirharðsdóttir – Málmhaus
Margrét Helga Jóhannsdóttir – XL
Maríanna Clara Lúthersdóttir – Þetta reddast
Nanna Kristín Magnúsdóttir – XL
Sigríður María Egilsdóttir – Hross í oss

Leikmynd

Gunnar Pálsson – Fólkið í blokkinni
Júlía Embla Katrínardóttir – Hvalfjörður
Linda Mjöll Stefánsdóttir – Ávaxtakarfan
Sigurður Óli Pálmarsson – Hross í oss
Sveinn Viðar Hjartarsson – Málmhaus

Leikstjórn

Benedikt Erlingsson – Hross í oss
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Hvalfjörður
Marteinn Þórsson – XL
Ragnar Bragason – Málmhaus
Þór Ómar Jónsson – Falskur fugl

Menningar- eða lífstílsþáttur

Djöflaeyjan
Ferðalok
Hið blómlega bú
Hljómskálinn
Með okkar augum

Sjónvarpssmaður ársins

Bogi Ágústsson
Bragi Valdimar Skúlason
Brynja Þorgeirsdóttir
Lóa Pind Aldísardóttir
Sölvi Tryggvason

Skemmtiþáttur

Áramótaskaup sjónvarpsins 2013
Bara grín
Hraðfréttir
Orðbragð
Spurningabomban

Stuttmynd ársins

Heilabrotinn
Hvalfjörður
Víkingar

Tónlist

Anna Þorvaldsdóttir og Samaris – XL
Davíð Þór Jónsson – Hross í oss
Hilmar Örn Hilmarsson – Falskur fugl
Karl Olgeirsson – Ófeigur gengur aftur
Pétur Ben – Málmhaus

Heiðursverðlaun ÍKSA

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir