Þó svo að Vacancy, sem var sýnd í kvikmyndahúsum nú 2007, hafi ekki staðið sig neitt rosalega vel í Bandaríkjunum (græddi 19 milljónir í kvikmyndahúsum) þá hefur verið ákveðið að búa til framhald.
Söguþráður myndar nr.2 er samt sem áður skuggalega líkt þeirri fyrri, Jessica og maðurinn hennar Caleb og vinur Caleb’s sem heitir Tanner tékka sig inná einmanalegt mótel sem ber nafnið Meadow View sem er staðsett útí buska. Þau komast þó fljótlega að því að mótelið er rekið af tveimur klikkhausum sem finnst ekkert betra en að drepa gesti sína, taka það upp á myndband og selja sem „snuff“ myndir á svarta markaðnum (bíddu er þetta ekki bara NÁKVÆMLEGA eins og Vacancy 1 ??)
Eric Bross, nýr leikstjóri vestanhafs mun leikstýra myndinni og Mark Smith sem skrifaði handritið að Vacancy 1 mun skrifa handritið að þessari líka.
Einhvernveginn finnst mér vera rosalegur „beint á spólu“ fnykur af þessu öllu saman..

