Universal Pictures hefur keypt rekstur Dark Horse Entertainment, sem er eitt stærsta fyrirtæki tengt myndasögum í heiminum og hafa margar myndir verið gerðar eftir myndasögum sem þeir ráða yfir, t.d. The Mask, Barb Wire, Timecop, Mystery Men og nú síðast Hellboy II: The Golden Army sem verður frumsýnd í sumar.
Þetta er rosalega stór biti fyrir Universal og orðið á götunni er að strax eru nokkur verkefni komin í bígerð. Það má segja að Universal hafi fengið sína eigin rannsóknir og þróunardeild.
„Við erum með fjölmörg verkefni sem við höfum rætt um við Universal og ég er með flottar hugmyndir fyrir myndir sem ég hef áhuga á að vinna að.“ sagði Mike Richardson forseti Dark Horse Comics.

