Í kjölfar þess að Toshiba lýstu formlega yfir uppgjöf sinni með HD-DVD í stríðinu við Blue-Ray þá hefur framleiðendafyrirtækið Universal lýst yfir stuðningi við Blue-Ray og mun í framhaldi af því styðjast við Blue-Ray í útgáfu af efni sínu.
„Þó svo að Universal hafi verið að vinna mjög náið með Toshiba og HD-DVD þá er kominn tími til að snúa okkur að Blue-Ray. Brautin fyrir næstu DVD kynslóðina er loksins orðin skýr og greinileg. Einokun Blue-Ray á markaðnum er fagnaðarefni fyrir neytendur sem og framleiðendur.“ sagði talsmaður Universal
Sony hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum við Blue-Ray og fastlega er búist við því að Paramount/Dreamworks hætti að þrjóskast við og taki Blue-Ray í sátt á næstu dögum.

