Ungur Chewbacca með í Han Solo mynd

Fátt hefur hingað til verið efnislega látið uppi um sjálfstæðu Han Solo Star Wars myndina, sem áætlað er að komi á hvíta tjaldið árið 2018. Nú hefur þögnin þó verið rofin en aðalleikari myndarinnar, Alden Ehrenreich, sem leikur Han Solo ungan, segir að Loðinn, eða Chewbacca eins og hann heitir upprunalega, muni koma við sögu í myndinni, við hlið þeirra, hans, Han Solo, og Lando Calrissan, sem Donald Glover leikur.

chewbacca

„Ég get sagt það hér að Chewbacca er í myndinni, þó ég viti vel að það er algjör spillir ( spoiler ),“ sagði Ehrenreich við Variety kvikmyndaritið.

En hvernig mun yngri útgáfa af Chewbacca líta út? Mun hann verða snögghærðari? Ehrenreich segir svo ekki vera: „Hann er yngri sem nemur mínum aldri í myndinni.“ En Ehrenreich bendir á að Loðinn lifi lengur en mennirnir. „Þannig að ég held að hann sé um 190 ára gamall – eða eitthvað. Ég efast um að það sé eitthvað svakalegt vaxtartímabil á milli 190 og 200 ára aldurs hjá þessari tegund, þannig að líklega er hann svipað stór. “

Ehrenreich segist hlakka til að vinna með Donald Glover að myndinni. „Ég get sagt að ég er mjög ánægður með ráðningu Donald Glover.“

Leikstjóri myndarinnar er Phil Lord og Cris Miller.

Myndin er væntanleg í bíó 25. maí, árið 2018.