Síðan kvikmyndin The Wolf of Wall Street, sem gerð er eftir tveimur sjálfsævisögulegum bókum verðbréfasalans Jordan Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar með glæsibrag í myndinni, var frumsýnd, þá hafa ótal aðilar komið fram og gagnrýnt að Hollywood sé enn á ný að gera hetju úr svikahrappi sem olli fjölda manns tjóni.
Belfort sjálfur, sem ( ath. smá spoiler fyrir þá sem ekki hafa séð myndina ) gerði samning við alríkislögregluna og sat í fangelsi fyrir misgjörðir sínar, hefur nú stigið fram á Facebook síðu sinni og segist ekki græða neitt sjálfur á kvikmyndinni.
Þannig að þeir sem ekki vilja samviskunnar vegna fara á myndina, þar sem Belfort gæti mögulega hagnast á því, þurfa ekki að láta það trufla sig, þar sem Belfort ætlar að gefa allan hagnað sem annars rynni í hans vasa, til að greiða inn á skuld sína við bandaríska ríkið.
Eins og sjá má þá gerir hann einnig létt grín að eiturlyfjaneyslu sinni í lok færslunnar, en þetta eiturlyf, Quaaludes, var notað í stórum stíl af honum og samstarfsmönnum, eins og sést margsinnis í myndinni.