Frumsýning lokamyndarinnar í Twilight bálknum, Twilight Breaking Dawn Part 2 fékk fljúgandi start í Bandaríkjunum nú um helgina og eftir sýningar á föstudag eru áætlaðar tekjur af myndinni 71,2 milljónir Bandaríkjadala. Þetta þýðir að myndin stefnir í að eiga einn besta frumsýningardag í Bandaríkjunum í sögunni, þó hún hafi ekki náð að slá út eldri Twilight myndir.
Framleiðslufyrirtækið sem framleiðir myndina áætlar að myndin muni alls þéna um 135 milljónir króna yfir alla helgina, að sunnudegi meðtöldum.
Eins og staðan er núna, þá hefur myndin þénað 162,2 milljónir dala um allan heim, en 91 milljónir dala hafa komið inn í tekjur af sýningum myndarinnar utan Bandaríkjanna.
Myndin var frumsýnd hér á landi á föstudag.
Hér að neðan sést samantekt boxofficemojo.com af 10 stærstu frumsýningardögum allra tíma í Bandaríkjunum en Breaking Dawn Part 2 er ekki með því lokatölur fyrir föstudagssýningar á henni eru ekki enn staðfestar.
Smellið á nafn myndar til að lesa meira um myndina:
- Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2, $91.1 million
- The Avengers, $80.8 million
- The Dark Knight Rises, $75.8 million
- The Twilight Saga: New Moon, $72.7 million
- The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 1, $71.6 million
- The Twilight Saga: Eclipse, $68.5 million
- The Hunger Games, $68.3 million
- The Dark Knight, $67.2 million
- Transformers: Revenge of the Fallen, $62 million
- Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, $61.7 million