Larry Mullen Jr, trommari írsku rokksveitarinnar U2, ætlar að leggja kjuðana á hilluna í bili því hann hefur tekið að sér hlutverk í myndinni A Thousand Times Good Night sem Norðmaðurinn Erik Poppe ætlar að leikstýra.
Mótleikarar Mullen verða hin franska Juliette Binoche og danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau. Það er því ljóst að um alþjóðlegt verkefni verður að ræða.
Mullen lék í sinni fyrstu mynd í fyrra sem hét Man on a Train þar sem Donald Sutherland var í aðalhlutverki.