Mynd bandaríska leikstjórans Terrence Malick , The Tree of Life, vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi, Gullpálmann, en þau voru afhent nú um helgina.
Hátíðin, sem er sú 64. í röðinni, hefur staðið frá 11. maí sl. og endaði í gærkvöldi, 22. maí.
Mynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall, keppti í flokknum Camera d’Or, sem helguð er fyrstu myndum leikstjóra, en sigraði ekki.
Hér að neðan er listi yfir verðlaunahafa hátíðarinnar:
Palme d’Or (Gullpálminn): The Tree of Life“ eftir Terrence Malick ( Bandaríkin )
Grand Prize: Tvær myndir deila verðlaununum; The Kid with the Bike eftir Jean-Pierre og Luc Dardenne (Belgía) og Once Upon a Time in Anatolia, eftir Nuri Bilge Ceylan (Tyrkland)
Dómnefndarverðlaun: Poliss eftir Maiwenn (Frakkland)
Besti leikstjóri: Nicolas Winding Refn fyrir Drive. (Danmörk)
Besti leikari: Jean Dujardin, The Artist (Frakkland)
Besta leikkona: Kirsten Dunst, Melancholia (dönsk mynd, bandarísk leikkona)
Besta handrit: Joseph Cedar, Footnote (Ísrael)
Camera d’Or (fyrsta mynd leikstjóra): Las Acacias eftir Pablo Giorgelli (Argentína)
Besta stuttmynd: Country eftir Maryna Vroda (Úkraína)