Tony Scott látinn!

Sumarið er að klárast og vikan byrjar með vondum fréttum. Breski kvikmyndagerðamaðurinn Tony Scott lést í gær, 68 ára að aldri, og að sögn fréttastofunnar The Wrap var um sjálfsvíg að ræða. Leikstjórinn sást klifra upp og hoppa niður af grindverki á Vincent Thomas-brúnni stutt frá Long Beach í Kaliforníu. Strandgæslan fann svo lík leikstjórans og sjálfsmorðsbréf í bílnum hans rétt hjá.

Tony, eins og margir vita (sérstaklega þeir sem heimsækja þessa síðu), er yngri bróðir leikstjórans Ridley Scott og er þekktastur fyrir stílískar spennumyndir þar sem klippingar- og myndatökueinkenni hans hafa haft gríðarleg áhrif á geirann í gegnum tíðina. Einnig hafa fjölmargir aðrir yngri leikstjórar sótt sterkt í hans stílbrögð í gegnum tíðina, þar á meðal Peter Berg, Edgar Wright og Michael Bay.

Tony var einnig virkur framleiðandi en ásamt mörgum öðrum myndum leikstýrði hann t.d. Top Gun, Days of Thunder, The Last Boy Scout (persónulegt uppáhald), True Romance, Enemy of the State, Man on Fire (annað uppáhald) og Unstoppable. Stórleikarinn Denzel Washington hélt mikið upp á manninn, eins og eflaust margir, margir aðrir sem unnu einhvern tímann með honum.

Aðdáendur hans skulu velja sér uppáhalds myndi(r)na(r) sína(r) eftir hann og glápa á hana í kvöld/í vikunni til að heiðra minningu hans.

Hver er besta Tony Scott-myndin að þínu mati og hvers vegna?

Stikk: