Ný stikla er komin fyrir kúreka- og ævintýramyndina The Lone Ranger, þar sem Armie Hammer leikur titilhlutverkið, The Lone Ranger, og Johnny Depp leikur indjánann Tonto, vin The Lone Ranger.
Myndin er framleidd af stórmyndaframleiðandanum Jerry Bruckheimer, og leikstjóri er gamall félagi Johnny Depp úr Pirates of The Caribbean myndunum, Gore Verbinski.
Sjáðu stikluna hér að neðan:
Miðað við það sem stiklan sýnir þá er von á sneisafullun hasar-grín pakka í dæmigerðum Bruckeimer stíl. Ekkert er að frétta af söguþræði myndarinnar enn sem komið er, umfram það sem maður getur ímyndað sér út frá því að horfa á stikluna.
Það sem stiklan sýnir manni er m.a. ástæðan fyrir því afhverju The Lone Ranger ber grímu, sýnt er hvernig fundum þeirra félaga ber saman, og hvert þeirra leiðarljós í lífinu er: „If we ride together, we ride for justice.“
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum þann 3. júlí á næsta ári.