Tom Hanks að leikstýra 3001?

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Tom Hanks ( Cast Away ) áhuga á því að leikstýra myndinni 3001 eftir sögu Arthur C. Clarke. Er sú saga framhaldið af bókinni The Sentinel, sem var uppistaðan í snilldarverki Stanley Kubrick ( Eyes Wide Shut ) 2001. Hanks er ákafur aðdáandi þeirrar myndar og ef þessi mynd verður að veruleika mun hann leggja allt sitt af mörkum til þess að gera hana að einhverju meira en þessu venjulega.