Fysta stiklan úr heimildarmyndinni Cyber-Seniors var opinberuð fyrir stuttu. Eins og er sagt í stiklunni þá hefur kynslóðarbilið aldrei verið jafn mikið. Sumt gamalt fólk kann ekki að nota tölvur og upplifa þau sig fyrir vikið utangátta. Ungt fólk er fengið til þess að kenna þeim á tölvur og internetið, svo þau séu hluti af nútímanum og tækninni. Gamall nemur, ungur temur.

Í þessari bráðskemmtilegu stiklu fáum við að sjá eldra fólkið mæta á námskeið sem hjálpar þeim að nota tölvur sem samskiptaleið. Forrit eins og Facebook og Youtube eru í hávegum höfð og er m.a. keppt í því hver fær flest áhorf á Youtube-myndband.

