Jæja, með Doom kvikmynd á leiðinni í ár og Half Life bíómynd í undirbúningi fær maður greinilega aldrei leið á kvikmyndum sem byggðar eru á tölvuleikjum (eða hvað???). Sony Pictures vilja a.m.k. fá meira af þessu, og í þetta sinn er það hvorki meira né minna en TEKKEN sem fær heiðurinn á því að verða flutt yfir á hvíta tjaldið.
Framleiðslan mun vera heldur hröð, og er spáð að upptökur hefjist nú í haust. Ekkert er vitað um söguþráð (eða handrit), og persónulega held ég að miklar kröfur verði ekki gerðar til hans, allavega miðað við hversu “breiður“ sjálfur leikurinn er. Fyrir þá sem ekki vita/muna, þá er hér um að ræða geysivinsælan bardagaleik ekki ósvipuðum Mortal Kombat (sem varð einnig gert að kvikmynd).
Það verður þó litlu tilsparað, og mun þessi mynd kosta hátt í 50 milljónir dollara. Svo sama hversu slæm hún verður, þá spái ég að hún muni líta þrælvel út…

