Aðdáendur sjónvarpsþáttanna geysivinsælu geta tekið upp gleði sína á ný, því nú fara tökur á Sex and the City kvikmyndinni bráðum að hefjast. New Line Cinema hefur gert samning við HBO um að fjármagna kvikmyndina og dreifa henni.
Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon verða allar á sínum stað og framleiðandi þáttanna, Michael Patrick King, skrifaði handritið og mun leikstýra myndinni.

