Tökur á ofurhetjumyndinni The Avengers: Age of Ultron eru hafnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Tökulið verður í borginni næstu tvær vikur og svo verður haldið til Ítalíu og þaðan til Suður-Kóreu.
Áætlað er að tökur á myndinni munu hafa gífurleg áhrif á umferð í borginni næstu tvær vikurnar og verða nokkrar aðalgötur lokaðar í nokkra daga. Lögreglan í Jóhannesarborg hefur biðlað til borgarbúa að halda ró sinni og mælt með því að keyra ekki inn í miðborgina.
Þó tökur séu hafnar þá eru engir aðalleikarar myndarinnar í Jóhannesarborg, því um er að ræða tökur á víðum skotum án leikara.
The Avengers: Age of Ultron er leikstýrt af Joss Whedon og verður frumsýnd 1. maí, 2015. Myndin er önnur myndin í The Avengers seríunni, en fyrri myndin sló öll aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd í fyrra.