Tökum er opinberlega lokið á fjórðu myndinni um Júragarðinn. Þetta staðfesti leikstjórinn Colin Trevorrow ásamt mynd sem hann setti á samskiptarsíðuna Twitter rétt í þessu.
Tökur hófust á Havaí þann 14. apríl síðastliðin og samkvæmt aðstandendum myndarinnar gengu þær mjög vel fyrir sig.
Hér að neðan má sjá myndina sem Trevorrow setti á Twitter. Á myndinni má sjá klapptré myndarinnar í gini beinagrindar af risaeðlu.
Það kom nokkrum á óvart því Trevorrow er nokkuð óreyndur og hefur aðeins leikstýrt einni mynd, Safety Not Guaranteed sem kom út árið 2012. Með helstu hlutverk í myndinni fara m.a. Chris Pratt, Omar Sy, Idris Elba, Bryce Dallas Howard, Vincent D’Onofrio, Jake Johnson og Irrfan Khan.
Jurassic World gerist 22 árum á eftir atburðunum í fyrstu Jurassic Park-myndinni. Þetta verður fjórða myndin í seríunni og verður hún frumsýnd í júní á næsta ári, þegar einmitt 22 ár verða liðin síðan fyrsta myndin kom út árið 1993.