Titill á framhaldsmynd 'Man of Steel' opinberaður

Tökur eru hafnar á framhaldinu af Man of Steel, en framleiðslufyrirtæki myndarinnar opinberaði nýjan titil á myndinni og nýtt plakat.

Myndin mun bera nafnið Batman v Superman: Dawn of Justice. Nafnið gefur að kynna upphafið af ofurhetjuteyminu Justice League, sem er eitt vinsælasta og stærsta ofurhetjulið sem þekkst hefur, en í röðum þeirra eru Batman, Superman, Wonder Woman, Green Lantern, The Flash og fleiri.

batmanvsuperman

Batman og Superman eiga langa sögu í myndasöguheiminum og komu fyrst fram sem tvíeyki í myndasögunni Worlds Finest árið 1954. Þar voru þeir bestu félagar og unnu saman gegn glæpum. Árið 1986 leystist vinskapur þeirra upp þegar Frank Miller gaf út myndasöguna The Dark Knight, í þeirri sögu var bæði mikill pólítískur og heimspekilegur ágreiningur á milli þessara ofurhetja.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Ben Affleck, Henry Cavill og Gal Gadot, en Zack Snyder leikstýrir. Batman v Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd þann 6. maí, 2016.