Dreamworks kvikmyndaverið var búið að stilla upp rándýrri vísindaskáldsögumynd sinni, The Time Machine, endurgerðinni á samnefndri klassík, upp á móti stórmyndum eins og The Majestic með Jim Carrey, Ali með Will Smith og Ocean´s 11 endurgerðinni með George Clooney ásamt fleirum, í væntanlegri jólavertíð. Nú hefur Dreamworks hins vegar litið á samkeppnina og ákveðið að The Time Machine, sem skartar engum stórum nöfnum í aðalhlutverkum heldur aðeins gæðaleikaranum Guy Pearce ( L.A. Confidential ) , eigi ekki möguleika gegn keppinautunum. Því hafa þeir frestað frumsýningu myndarinnar til 8. febrúar næstkomandi og telja þeir að sú helgi sé öllu rólegri og henti betur þeirra mynd. Þetta gæti hentað verinu á fleiri en einn hátt, því ekki aðeins á mynd þeirra betri möguleika á því að skila hagnaði, heldur geta þeir þá einnig sett The Road To Perdition sem þeir eru að gera með Tom Hanks í takmarkaða dreifingu, svo hún eigi möguleika á því að vera tilnefnd til óskarsverðlauna.

