The Lego Movie er vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum um þessar mundir og hefur hún þénað meira en margar tilnendar kvikmyndir til Óskarsverðlauna. Margir telja að teiknimyndin sé ein af þessum myndum sem geta ekki floppað því allir krakkar elska Lego og þar af leiðandi taka þau foreldrana með sér í bíó og úr því verða gríðarlegar tekjur.
En snúum okkur aftur að tilnefningum til Óskarsverðlaunanna, því listamennirnir hjá Old Red Jalopy gerðu á dögunum ný plaköt fyrir tilnefndar kvikmyndir á hátíðinni. Um er að ræða plaköt í Lego-stíl og má með sanni segja að þau hafi tekist afbragðs vel.