Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 2.800 manns komu í bíó að sjá myndina um helgina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var vísindaskáldsagan Dune: Part Two með 2.100 gesti og 4,3 milljónir í tekjur en Ghostbusters: Frozen Empire fór beint í þriðja sætið, ný á lista. Gestir voru rúmlega tvö þúsund og tekjur 3,8 milljónir króna.
45,2 milljónir dala
Ghostbusters fór hinsvegar beint á toppinn í Bandaríkjunum með 45,2 milljónir dala í tekjur sem er umfram væntingar eins og Variety greinir frá.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: