Kvikmyndaverið Walt Disney Studios hefur sent frá sér söguþráð nýju Thor Marvel-ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok, sem kemur í bíó hér á Íslandi 27. október nk. Samhliða því birti fyrirtækið nýja mynd sem tekin er á bakvið tjöldin af leikstjóra myndarinnar Taika Waititi að ræða við aðalleikarann Chris Hemsworth.
Thor: Ragnarok er þriðja Marvel-myndin um ofurhetjuna, og þrumuguðinn Þór og ævintýri hans.
Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Þór er fangi hinum megin í alheiminum, án hamarsins og á nú í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi, eða Ragnarök, sem hin miskunnarlausa Hera er ábyrg fyrir. En fyrst þarf hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarkeppni þar sem hann etur kappi við fyrrum bandamann sinn og félaga í Avenger hópnum – græna risann Hulk.
Auk Hemsworth leika í myndinni þau Tom Hiddleston, Loki, Cate Blanchett, Hela, Tessa Thompson, Valkyrie, Idris Elba, Heimdallur, Anthony Hopkins, Óðinn, Jeff Goldblum, Grandmaster, Karl Urban, Skurge og Mark Ruffalo sem Bruce Banner / The Hulk.