The Shining tökusettið endurgert (myndband)

Channel 4 hafa endurgert tökusettið á myndinni The Shining til þess að auglýsa Stanley Kubrick dagskrárlið á sjónvarpsstöðinni, en þau áætla að sýna 10 myndir eftir hann reglulega frá og með 15.júlí. Þetta er gríðarlega vel gert hjá þeim, tökusettið er endurgert fullkomnlega og fengnir í það leikarar.

Auglýsingin er 65 sekúndna löng og er aðeins 1 taka allan tímann (Kubrick style!), en hún tók 2 daga í vinnslu. Mikið af leikmununum voru notaðir í upprunalegu myndinni, og 55 leikarar voru notaðir.

Smellið hér til að sjá myndbandið