The Raid 2 – fyrstu myndir og söguþráður

The Raid Redemption var ein besta mynd síðasta árs, klikkuð spenna frá upphafi til enda, sneisafull mynd af mögnuðum bardagaatriðum og skotbardögum.  Nú hafa verið birtar fyrstu myndirnar úr framhaldsmyndinni, The Raid 2, eða The Raid  2: Berandal eins og hún er kölluð í Indónesíu, þaðan sem hún kemur.

Ef þú fylgist með leikstjóranum Gareth Evans á Twitter samskiptavefnum, þá ættirðu að vita að hann hefur eytt síðustu mánuðum í undirbúning undir tökur á myndinni og hefur einnig birt snemmbúnar ljósmyndir frá tökum myndarinnar.

Sjáðu myndirnar hér að neðan:




Nú er bara spurning hvað maður getur lesið úr þessum myndum. Fáum við sama skammt af bein-, höfuðkúpubrotum og blóðsúthellingum, með þéttu og fínu plotti eins og síðast, sem byrjar þar sem síðasta mynd endaði?

Í þetta sinn fer lögreglumaðurinn og aðalhetjan Uwais’ Rama í leyniaðgerð og laumar sér í raðir miskunnarlausrar glæpaklíku í Jakarta í Indónesíu í þeim tilgangi að reyna að vernda fjölskyldu sína og koma upp um spillingu í röðum lögreglunnar.

Í fréttatilkynningu segir leikstjórinn: „Ég vil þakka aðdáendum okkar fyrir stuðninginn. Við getum ekki beðið eftir að koma aftur og sýna hvað við höfum verið að vinna að. Við mætum aftur til leiks árið 2014 með stærri mynd, betri og blóðugri! […],“ segir Evans.

Nú er bara að bíða spennt/ur!