The Queen

Nýjasta mynd leikstjórans Stephen Frears THE QUEEN með Helen Mirren í aðalhlutverki sem Elísabet II drottning. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim og var meðal annars opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún vann 3 verðlaun, þ.á.m.Helen Mirren sem besta leikkona í aðalhlutverki.

Þegar fréttir af dauða Díönu prinsessu skóku heimsbyggðina og sérstaklega bresku þjóðina dró hennar hátign Elísabet II drottning sig til hlés ásamt fjölskyldu sinni innan veggja Balmore kastala, ófær um að skilja viðbrögð almennings við þessum harmleik. Fyrir Tony Blair, vinsælan og nýkjörinn forsætisráðherra, var þörf almennings fyrir huggun og stuðning frá leiðtogum sínum augljós. Á meðan tilfinningaflóðið jókst með hverjum deginum, fann Blair sig knúinn til að finna leið fyrir hina ástkæru drottningu að ná tengslum aftur við bresku þjóðina.

Stórkostleg mynd frá hinum margverðlaunaða leikstjóra Stephen Frears. Hún var valinn sem opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum vann til þriggja verðlauna, þ.á.m.var Helen Mirren valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu II drottningu.