The Passion of the Clerks

Flestum er nú kunnugt um að Kevin Smith ætlar að fara aftur til uppsprettunar á því sem gerði hann frægann (eftir að hafa floppað rosalega með Jersey Girl) með að gera framhald af Clerks (og mun bera hið furðulega heiti: The Passion of the Clerks – þið fattið væntanlega líkinguna), sem hafði alltaf vakið gífurleg athygli þar til hún sópaði síðan að sér stórum aðdáendahóp.
Sú mynd var sáraeinföld og gekk aðeins út á samræður tveggja ólíkra einstaklinga á ‘týpískum’ vinnudegi í smáverslun og vídeóleigu. Myndin kostaði aðeins 27,000 dollara, og búist við er að framhaldið verði einnig í ódýrari kantinum (svona milli 250 þús. og 5 milljónir, að sögn Smiths). Munurinn verður aftur á móti sá að í þetta sinn fá leikararnir (sem eru allir æskuvinir leikstjórans) borgað fyrir vikið. Þetta framhald hefur útilokað fyrri verkefni Smiths, sem átti að vera The Green Hornet og er byggt á samnefndri myndasögu. Áætlað er að tökudagarnir verði ekki fleiri en 12, en myndin sjálf fer ekki í framleiðslu fyrr en í janúar 2005.