Enginn nema hörðustu eighties hetjurnar muna eftir kvikmynd Burt Reynolds, The Longest Yard. Nú á að endurgera snilldina, og verður endurgerðin framleidd af Happy Madison Productions, en það er sem kunnugt er í eigu Adam Sandler. Hann mun þó ekki leika í myndinni, heldur lætur sér nægja að framleiða í þetta sinn fyrir Paramount/MTV. Myndin fjallar um leiðandi bakvörð í bandaríska fótboltanum sem dæmdur er í fangelsi fyrir að hafa viljandi tapað mikilvægum leik. Þegar í steininn er komið, neyðir fangelsisstjórinn hann til þess að taka þátt í kvikindislegum fótboltaleik varðanna á móti föngunum. Hvorki leikarar né leikstjóri hafa enn verið ráðnir.

