The Interview í bíó!

Sagan endalausa um grínmyndina The Interview, sem hætt var við að sýna vegna hótana Norður – Kóreumanna, sem voru óhressir með efnistök sem ganga út á það að menn eru gerðir út af örkinni til að myrða leiðtogann Kim Jong-Un, og sem sagðir eru hafa ráðist á Sony í tölvuárás, heldur áfram. Sony, sem áður ætlaði aldrei að sýna myndina, og svo að sýna hana bara á netinu, ætlar nú eftir allt saman að sýna myndina í nokkrum bíóhúsum á Jóladag, og hugsanlega bara dreifa henni sem allra víðast!

interview

Í yfirlýsingu sagði forstjóri Sony, Michael Lynton, að þeir hafi aldrei gefist upp á því að sýna The Interview…“og við erum spenntir fyrir því að kvikmyndin okkar mun verða í nokkrum bíóhúsum á Jóladag. Jafnframt erum við að halda áfram að ná meiri dreifingu og fleiri bíóhúsum þannig að myndin nái til sem flestra.“

Barrack Obama forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í vikunni að það hefðu verið mistök hjá Sony að hætta við sýningu myndarinnar.