Von er á nýrri Baywatch bíómynd innan skamms með Dwayne Johnson í aðalhlutverkinu, en spurningin sem margir hafa spurt sig er þessi: mun aðal-karlstjarna Baywatch sjónvarpsþáttanna David Hasselhoff, koma eitthvað við sögu í nýju myndinni?
Johnson svaraði þessari spurningu í dag, með því að birta myndband á Facebook síðu sinni, þar sem hann staðfestir að the Hoff, eins og Hasselhoff er gjarnan kallaður, sé mættur til leiks.
Hér má sjá myndbandið á Facebook
"I WAS BORN READY!" Pleasure to officially welcome the original #BAYWATCH gangsta himself David Hasselhoff to our movie!…
Posted by Dwayne The Rock Johnson on Wednesday, March 2, 2016
Tökur myndarinnar standa nú sem hæst, undir styrkri leikstjórn Seth Gordon. Myndin fjallar um Johnson, sem er yfirstrandvörður ( sama hlutverk og The Hoff lék í þáttunum, hlutverk Mitch Buchannon ), sem þarf að vinna með ungum og spennandi nýjum strandverði, Matt Brody ( Zac Efron ), til að stöðva fyrirætlanir gráðugs olíubaróns, sem ógna lífríkinu við ströndina.
Aðrir helstu leikarar eru Alexandra Daddario sem Summer Quinn, Priyanka Chopra sem Victoria Leads, Kelly Rohrbach sem C.J. Parker, Ilfenesh Hadera sem Stephanie Holden og Hannibal Buress sem Jon Bass.
Myndin verður frumsýnd 12. maí á næsta ári, 2017.