Pólitíska spennumyndin The Ghost Writer eftir pólska leikstjórann Roman Polanski var í dag, laugardag, valin besta myndin á evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Myndin vann einnig verðlaun í fimm öðrum verðlaunaflokkum, þar á meðal fékk Ewan McGregor verðlaunin sem besti leikarinn. Sylvie Testud frá Frakklandi vann verðlaun sem besta leikkonan fyrir frammistöðu í myndinni Lourdes.
Á verðlaunaathöfn í höfuðborg Eistlands, Tallin, var Bruno Ganz einnig verðlaunaður fyrir ævistarfið í kvikmyndum.
Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Gabriel Yared fékk verðalun fyrir tónlist við myndir eins The English Patient og The Talented Mr. Ripley.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1988 og eru hugsuð sem mótvægi við Óskarsverðlaunin.