Við áramót er það góður siður að gera topplista fyrir árið sem er nýliðið. Vignir Jón Vignisson á kvikmyndavefnum Svarthöfða hefur tekið saman tuttugu bestu myndir ársins 2012. Í samantekt hans segir að árið hafi verið býsna gott bíóár „þar sem einna mest fór fyrir risavöxnum og tilkomumiklum ofurhetjumyndum eins og The Avengers, The Amazing Spider-Man og The Dark Knight Rises. Innan um allar sprengingarnar og hamaganginn leyndust síðan látlausari og mannlegri myndir sem snertu hjörtu áhorfenda með eftirminnilegum hætti,“ segir í samantektinni.
Vignir setur The Descendants með George Clooney í fyrsta sætið á listanum. Í öðru sæti er The Grey með Liam Neeson, í því þriðja er Cloud Atlas með Tom Hanks, í fjórða sæti hin norska Kon-tiki og í því fimmta Life of Pi.
Smellið hér til að skoða allan listann.
Ertu sammála þessum lista?