The Conjuring slær í gegn í heimalandi leikstjórans

James Wan Vera Farmiga_The_ConjuringHrollvekjan The Conjuring, eftir ástralska leikstjórann James Wan, er orðin tekjuhæsta hrollvekja sögunnar í heimalandi leikstjórans, Ástralíu.

Myndin er enn að gera það gott um allan heim, en myndin hefur einnig notið mikilla vinsælda hér á landi. Nýlega fór myndin yfir 300 milljónir Bandaríkjadala í tekjur alls um allan heim, en 137,2 milljónir dala hafa komið í kassann í Bandaríkjunum og 169,4 milljónir dala utan Bandaríkjanna.

Myndin er þriðja hrollvekja sumarsins til að græða meira en 100 milljónir dala í Bandaríkjunum í ár.

Wan er mikill hrollvekjumeistari eins og við höfum áður sagt frá hér á kvikmyndir.is, en hann hefur einnig gert hrollvekjurnar SawInsidiousInsidioius: Chapter 2 og The Conjuring.

Wan ákvað á dögunum að hætta í hrollvekjum og snúa sér að öðrum gerðum mynda. Hann er nú við tökur á Fast and the Furious 7.