Slagsmálamyndin The Assassin frá Taívan hefur verið kjörin besta mynd ársins 2015.
Alls tóku 168 kvikmyndagagnrýnendur þátt í skoðanakönnun tímaritsins Sight & Sound og komust þeir að þessari niðurstöðu.
Í næstu sætum á eftir var lesbíska dramað Carol í leikstjórn Todd Haynes og hasarmyndin Mad Max: Fury Road í leikstjórn George Miller.
Að sögn Bresku kvikmyndastofnunarinnar, sem gefur út Sight & Sound, voru „framúrskarandi konur í aðalhlutverkum“ í sjö af myndunum sem komust á topp tíu.
Þar á meðal var kvenhetjan í The Assassin, leikin af Shu Qi, sem var rænt sem barni af nunnu, þjálfuð í bardagalistum og send af stað til að drepa frænda sinn, sem er hershöfðingi.
Leikstjóri myndarinnar, Hou Hsiao-Hsien vann einnig Cannes-verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina fyrr á árinu.
Hérna er topp tíu listinn:
1. The Assassin (leikstjóri: Hou Hsiao-Hsien)
2. Carol (Todd Haynes)
3. Mad Max: Fury Road (George Miller)
4. Arabian Nights (Miguel Gomes)
5. Cemetery of Splendour (Apichatpong Weerasethakul)
6. No Home Movie (Chantal Akerman)
7. 45 Years (Andrew Haigh)
8. Son of Saul (Laszlo Nemes)
9. Amy (Asif Kapadia)
10. Inherent Vice (Paul Thomas Anderson)