That ´70s Show leikkona látin

lisa-robin-kelly-4-sizedLisa Robin Kelly, sem var þekktust fyrir hlutverk sitt sem eldri systir Eric Forman í sjónvarpsþáttunum That ´70s Show, sem sýndir voru hér á landi, lést í gær miðvikudag, á meðferðarstofnun í Kaliforníu. Hún var 43 ára.

Fregnir herma að Kelly hafi skráð sig inn á stofnunina fyrr í vikunni vegna áfengissýki. Leikkonan hefur verið handtekin að minnsta kosti fjórum sinnum á síðustu þremur árum fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis, og vegna árása á sambýlismann.

„Því miður þá lést Lisa Robin Kelly í gærkvöldi,“ sagði umboðsmaður hennar. Ég talaði við hana á mánudag og þá var hún vongóð og ákveðin, hlakkaði til að hætta fyrra lífi og horfa fram á við.“

Dánarorsök hefur ekki verið gefin út.

Samkvæmt talsmanni hennar þá fór Kelly sjálfsviljug á stofnunina fyrr í vikunni þar sem hún „glímdi við fíkn sem hafði plagað hana síðustu ár.“

Auk þess að leika í ´70s Show, þá kom Kelly fram í gestahlutverki í sjónvarpsþáttum eins og Days of Our Lives, Murphy Brown, Married With Children og The X-Files. Hún hætti í That ´70s Show í þriðju þáttaröð, og kom síðan aftur fram í nokkrum þáttum í fimmtu þáttaröð.

Kelly lék einnig í bíómyndunum Amityville: Dollhouse, Jawbreaker og Clubland.

Leikkonan fæddist í Connecticut, og útskrifaðist með leiklistargráðu frá Depaul U. Hún óskaði nýverið eftir skilnaði við eiginmann sinn Robert Joseph Gilliam, en samband þeirra hafði gengið brösuglega.

 

Stikk: