Vinna stendur nú sem hæst við að undirbúa þriðju myndina í Tortímanda seríunni. Arnold Schwarzenegger tekur upp sitt hlutverk að nýju en James Cameron mun ekki snúa aftur til þess að leikstýra og mun Jonathan Mostow taka við af honum. Handritið fyrir myndina er skrifað af Tedi Sarafian nokkrum, en þvert á sögusagnir sem voru í gangi nýlega þá verður aðal óvinurinn í myndinni ekki kvennmaður heldur er verið að íhuga Vin Diesel í það hlutverk.

