Tómas Valgeirsson hefur verið ráðinn ritstjóri Kvikmyndir.is, og hefur hann nú þegar hafið störf. Tómas er notendum Kvikmyndir.is að góðu kunnur en hann starfaði um árabil fyrir vefinn, bæði sem almennur blaðamaður, umsjónarmaður og ritstjóri. Hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kvikmyndum og því sem þeim tengist.
Tómas er 32 ára, fæddur í Keflavík en alinn upp í Reykjavík. Hann kláraði listnámsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur starfað við fjölmiðla í áraraðir – meðal annars hjá Birtingi, RÚV, Fréttablaðinu, DV og einnig unnið við þáttagerð og þýðingar.
Kvikmyndir.is býður Tómas velkominn til starfa og hlakkar til komandi tíma undir hans ritstjórn.
Um Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.is var stofnaður árið 1997 og er stærsti sérhæfði kvikmyndavefur landsins. Stefna Kvikmyndir.is er að fræða og upplýsa, og vera miðstöð fyrir allar helstu upplýsingar og kvikmynda- og þáttatengdar fréttir landsins. Ein helsta sérstaða vefjarins hefur um árabil verið aðgengilegt og gott yfirlit yfir sýningartíma allra bíóhúsa á Íslandi á einum stað, bæði á vefnum en einnig í appi sem nýtur sívaxandi vinsælda. Á næstunni hyggst kvikmyndir.is einnig efla yfirlit sitt yfir kvikmyndir og sjónvarpsþætti á streymisveitum.
Undir stjórn Tómasar stendur til að bjóða lesendum vefjarins upp á fasta efnisliði, umfjöllun og fréttir af margvíslegum toga, en jafnframt (að Kórónufaraldri loknum) má búast við fleiri bíósýningum og ýmiss konar konar skemmtiefni, ásamt fjölmörgu öðru spennandi sem er í vinnslu.
Vertu með!
Ef þig langar að vera með hlaðvarp hjá okkur, eða þekkir einhverja góða slíka þætti, sendu póst á tommi@kvikmyndir.is
Ef þú hefur áhuga á að senda inn grein, vera hluti af kvikmyndir.is teyminu, eða telur þig almennt hafa góðar og öflugar hugmyndir, þá viljum við endilega heyra í þér.
Sjáumst við skjáinn!